Hópþjálfun

Hjarta- og lungnahópar

Viðhaldsþjálfun hjarta- og lungnasjúklinga er hópþjálfun fyrir einstaklinga með hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma eða aðra þá sem eru með áhættuþætti tengda þessum sjúkdómum. Tilgangurinn er að bæta líkamlegt og andlegt þrek, auka starfsorku, hægja á þróun sjúkdómsins og fækka endurteknum áföllum og/eða innlögnum. Einstaklingsbundin þjálfunaráætlun er byggð upp þar sem skýr mörk eru sett um álags- og púlsmörk. Jafnframt er einstaklingnum kennt að meta eigin getu og þannig gerður ábyrgur í þjálfuninni.

Tímar:
Hópur 1: mánudagar og fimmtudagar kl. 9:30 – 10:30.
Hópur 2: mánudagar og fimmtudagar kl. 11:30 – 12:30.
Hópur 3: þriðjudagar og föstudagar kl 11:30 – 12:30.
Hópur 4: mánudagar og miðvikudagar kl 10.30 – 11.30.

Leiðbeinendur: Auður Ólafsdóttir og Birna María Karlsdóttir, sjúkraþjálfarar.

Vefjagigtarleikfimi

Leikfimin hentar einnig fólki með aðra gigtarsjúkdóma. Æfingarnar byggjast á styrkjandi og liðkandi æfingum, teygjum, úthaldsaukandi æfingum og slökun.

Tímar:
Hópur 1: þriðjudagar og föstudagar kl. 12:15 – 13:15.
Hópur 2: mánudagar og fimmtudagar kl. 13:30 – 14:30.

Leiðbeinendur: Sigrún Baldursdóttir og Valgerður Tryggvadóttir sjúkraþjálfarar.

Færni- og jafnvægishópar

Færni- og jafnvægisþjálfun fyrir aldraða sem glíma við byrjandi færnisskerðingu og jafnvægisleysi.
Panta þarf fyrsta tíma hjá Hólmfríði og hún raðar í hóp eftir getu einstaklingsins

Tímar:
Hópur 1: þriðjudagar og fimmtudagar kl.13:00 – 14:00.
Hópur 2: þriðjudagar og fimmtudagar kl.14:00 – 15:00.
Hópur 3: þriðjudagar og fimmtudagar kl.15.00 – 16.00.
Hópur 4: þriðjudagar og fimmtudagar kl.11.00 – 12.00.
Hópur 5: þriðjudagar og fimmtudagar kl.16.30 – 17.30.

Leiðbeinandi: Hólmfríður H. Sigurðardóttir sjúkraþjálfari.


Heilsugrunnur

Markmið námskeiðisins er að bjóða upp á þjálfunarúrræði fyrir þá einstaklinga sem hingað til hafa átt erfitt með að finna sér þjálfun við hæfi vegna stoðkerfisverkja og slaks þjálfunarástands. Mikilli fræðslu er fléttað inn í æfingar, áhersla er lögð á góða leiðsögn og fólki kennt að beita sér á þann hátt að forðast að setja óþarfa álag á líkamann. Takmarkaður fjöldi er skráður í hvern tíma.

Tímar:
Mánudagar kl.10:30 og 16:30
Miðvikudagar kl.10:30
Fimmtudagar kl. 16.30
Föstudagar kl. 10:30

Allar nánari upplýsingar um Heilsugrunn veitir Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari í Styrk og umsjónarmaður námskeiðsins. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið heilsugrunnur@styrkurehf.is

Leiðbeinendur: Erla Ólafsdóttir, Valgerður Tryggvadóttir og Ágústa Ýr Sigurðardóttir sjúkraþjálfarar.

MS hópar

Mömmuform

Mömmuform eru líkamsræktarnámskeið fyrir nýbakaðar mæður sem vilja stunda áhrifaríka og örugga þjálfun eftir barnsburð undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Við bjóðum allar konur með börn á aldrinum 6 vikna til 1 árs velkomnar og börnin eru að sjálfsögðu velkomin með í tímana. Hvetjum ykkur til þess að setja heilsuna í fyrsta sæti og tryggja ykkur pláss sem fyrst.

Tímar:
Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 10.30-11.25.
Mánudagar og miðvikudagar kl. 12.30 – 13.25

Leiðbeinendur: Matja Dise Steen, Herdís Guðrún Kjartansdóttir sjúkraþjálfarar.


Yogalates

Yogatesþjálfun styrkir allan
líkamann en einblínir fyrst og fremst á að styrkja miðjusvæði líkamans.
Æfingarnar henta vel með annarri hreyfingu og eru fyrir alla aldurshópa.

Í æfingunum eru notaðar mottur, flex-bönd og boltar.

Tímar:
Mánudagar og fimmtudagar kl. 12.05-12.55.

Leiðbeinandi: Margrét Rósa Jochumsdóttir Yogalateskennari.


Jóga 

Í jóga þjálfum við einbeitingu, athygli, sveigjanleika og styrk. Við öðlumst betri líkamsvitund og meðvitund um tilfinningar og huga. Við verðum umburðalyndari gagnvart okkur sjálfum og lærum að gefa eftir og taka á móti lífinu með jafnaðargeði og hugarró. Afraksturinn er jafnvægi, gleði og vellíðan.

Tímar:
Vefjagigtarjóga mánudagar og miðvikudagar kl. 16.30 – 17.30
Framhaldsjóga mánudagar og miðvikudagar kl. 17.30 – 18.30
Leiðbeinandi: Ásta Bárðardóttir, jógakennari

Nánari upplýsingar á www.jogajord.is