Auður Ólafsdóttir

Sjúkraþjálfari BSc, MPM

Menntun

 • 2007
  Háskóli Íslands – Meistarapróf í verkefnastjórnun – MPM. Lokaverkefni: Siðferði og samningar.
 • 1997- 1998
  Brautargengi – frá hugmynd til veruleika. Nám fyrir konur í atvinnurekstri.
 • 1986
  Háskóli Íslands – BSc próf í sjúkraþjálfun. Lokaverkefni: Misjöfn fótleggjalengd.
 • Hefur auk þess sótt fjölda ráðstefna og námskeiða hérlendis og erlendis einkum tengd vinnuvistfræði, endurhæfingu hjartasjúklinga, stoðkerfisvandamálum og fagþróun sjúkraþjálfunar.

Starfsferill

 • 1999-
  Sjúkraþjálfun Styrkur ehf. í Reykjavík. Framkvæmdastjóri. Hópþjálfun fyrir hjartasjúklinga. Stofnandi og eigandi fyrirtækisins ásamt sex öðrum sjúkraþjálfurum.
 • 1992- 2009
  Háskóli Íslands. Stundakennari við sjúkraþjálfunarskor og hjúkrunarfræðideild í vinnuvistfræði og líkamsbeitingu.
 • 1992-
  Ráðgjöf um vinnuvernd og líkamsbeitingu innan fyrirtækja víða um land. Kennsla um líkamsbeitingu og vinnutækni á námskeiðum, í skólum og innan fyrirtækja. Stofnandi og eigandi Ergo – vinnuverndar ásamt tveimur öðrum sjúkraþjálfurum. Greining og mat á áhættuþáttum og gerð áhættumats í vinnuumhverfi starfsmanna. Þátttaka í hönnunar- og skipulagsferlum innan fyrirtækja og stofnana.
 • 1992-1999 
  Yfirsjúkraþjálfari á Endurhæfingastöð hjarta- og lungnasjúklinga.
 • Júní -ágúst 1991 
  Máttur – sjúkraþjálfun ehf. Einstaklingsmeðferð og fræðslunámskeið.
 • 1989-1992 
  Sjúkraþjálfari á Endurhæfingastöð hjarta- og lungnasjúklinga Sjúkraþjálfari í hópþjálfun hjarta- og lungnasjúklinga. Framkvæmd áreynsluþolprófa.
 • 1986-1991 
  Landspítali – LSH í Fossvogi. Almenn sjúkraþjálfun á ýmsum deildum stofnunarinnar ásamt göngudeild sjúkraþjálfunar. Starfsmannasjúkraþjálfun, bakskóli, heilsurækt starfsmanna, fræðsla.Umsjón með einstökum verkefnum s.s útgáfu fræðsluefnis og var verkmenntunarkennari nema í sjúkraþjálfun 1989 – 1991.
 • 1984 -1985 
  Gáski sjúkraþjálfun. Síðdegis- og kvöldvinna sem leiðbeinandi í tækjasal.
 • Hefur haldið fyrirlestra og fræðslunámskeið um álagseinkenni, líkamsbeitingu og vinnutækni svo og þolþjálfun og endurhæfingu hjartasjúklinga. Hefur einnig skrifað greinar þessu tengt.

Starfssvið

 • Hjartaendurhæfing

Félagsstörf

 • 2009-
  Gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) og Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara (FSSS).
 • 2002 – 2009
  Formaður FÍSÞ
 • 2001 – 2009
  Stjórn FÍSÞ
 • 1999 – 2001 
  Fagnefnd FÍSÞ
 • 1995 – 1998
  Fræðslunefnd FÍSÞ
 • 2015- 
  Í stjórn IHS (Icelandic Health symphosium)

Önnur félagsstörf
Í aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Víkings frá 2007,  í happdrættisnefnd SÍBS frá 2004, endurskoðandi Vinnuvistfræðifélags Íslands frá 2003, í stjórn SÍBS frá 2002, í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Víkings 2000 – 2005, í stjórn Reykjavíkurdeildar Hjartaheilla frá 1998, Formaður Foreldrafélags Fossvogsskóla (FFF) 1996-1999 og í stjórn FFF 1995-1996.Sjúkraþjálfun er starfsgrein á heilbrigðissviði sem byggist á þekkingu á stoðkerfi og hreyfikerfi líkamans. Hlutverk sjúkraþjálfara er að greina, meta og meðhöndla verki, misvægi í stoðkerfi og truflun á starfrænni færni. Meðferð byggir á greiningu vandans. Sjúkraþjálfarar beita fjölbreyttum aðferðum til að bæta líkamsástand og draga úr verkjum. Markmið meðferðar er m.a. að bæta líkamsstöðu, bæta styrk og úthald vöðva, viðhalda eðlilegum liðleika liða, mýkt og lengd vöðva, bæta hreyfistjórn sem og almenna líkamlega færni.