Leiðrétting líkamsstöðu
Hreyfistjórnun
Mjúkpartameðferð
Liðlosun
Stöðugleikaþjálfun
Bylgjumeðferð
Rafstraumsmeðferð
Nálastungur

Bylgjumeðferð

Hljóðbylgju- og stuttbylgjutæki, lágorku laser og háorku laser eru tæki sem t.d. eru notuð til að minnka bólgur í vefjum og liðum, minnka spennu og eymsli í vöðvum og auka gróanda vefja. Festumein (bólga og verkir í vöðvafestum) og virkir “trigger punktar” / kvikupunktar í vöðvum geta oft verið svo sárir að erfitt reynist að meðhöndla þá með nuddi, en bylgjumeðferðir virka oft vel og draga úr sársaukaboðum.

 

Nokkrar vísindarannsóknir hafa sýnt að bylgjumeðferðir draga m.a. úr verkjum og bólgum í mjúkvefjum. Lágorku lasermeðferð á kvikupunkta og meðferð með samsettum hljóðbylgjum og blandstraumi á verkjasvæði hafa t.d. marktækt sýnt betri árangur gegn verkjum og vöðvaspennu borið saman við viðmiðunarhóp.