Erna Kristjánsdóttir

Sjúkraþjálfari BSc, MPH

Menntun

 • 2007 
  Háskólinn í Reykjavík – Meistarapróf í lýðheilsufræði, MPH.
  Lokaverkefni: Mjaðmagrindarverkir á meðgöngu – Könnun á þjónustu.
 • 1981
  Háskóli Íslands – BSc próf í sjúkraþjálfun.
  Lokaverkefni: Hljóðbylgjur – Áhrif og notkun.
 • Hefur auk þess sótt fjölda námskeiða og fyrirlestra hérlendis og erlendis einkum tengd stoðkerfisvandamálum og Manual Therapy.
 • Hefur lokið námi í nálastungum sem er viðurkennt af Landslæknisembættinu..

Starfsferill

 • 2000-
  Sjúkraþjálfun Styrkur ehf. í Reykjavík.
  Sjúkraþjálfari og eigandi fyrirtækisins ásamt sex öðrum sjúkraþjálfurum.
 • 2013- 
  Hreyfistjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
 • 1999-2017
  Háskóli Íslands.
  Stundakennari í Læknadeild við Námsbraut í sjúkraþjálfun.
 • 1996-2018
  Háskóli Íslands.
  Stundakennari við Hjúkrunarfræðideild í Ljósmóðurfræði.
 • 1994-2000
  Máttur sjúkraþjálfun ehf.
  Almenn sjúkraþjálfun. Hópþjálfun. Fræðslunámskeið.
 • 1995-1999
  Gigtarfélag Íslands.
  Hópþjálfun – vatnsþjálfun.
 • 1986-1994
  Heilsugæslustöð í Svíþjóð.
  Heilsugæslusjúkraþjálfari sem felur m.a. í sér einstaklingsmeðferð, hópþjálfun, fræðslunámskeið, fræðslu í skólum og á vinnustöðum, heimaþjálfun o.fl.
 • 1984-1986 
  Sjúkraþjálfun h.f. við Laufásveg í Reykjavík.
  Sjúkraþjálfari, stofnandi og eigandi fyrirtækisins ásamt fjórum öðrum sjúkraþjálfurum.
 • júní-okt 1983
  Sjúkrahúsið á Ísafirði.
  Sjúkraþjálfari á sjúkrahúsinu og í göngudeildarþjónustu.
 • 1982-1984
  Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í Reykjavík.
  Almenn sjúkraþjálfun. Klíniskur kennari við Námsbraut í sjúkraþjálfun H.Í.
 • 1981-1982
  Landakot, Reykjavík.
  Almenn sjúkraþjálfun á ýmsum deildum stofnunarinnar.
 • Hefur haldið fyrirlestra og fræðslunámskeið tengt bakvandamálum, fyrir konur á meðgöngu/eftir fæðingu og grindarbotnsþjálfun svo og séð um hópþjálfun m.a. háls-herðar og bakleikfimi, meðgönguleikfimi, vatnsþjálfun.

Starfssvið

 • Almenn sjúkraþjálfun. Almenn stoðkerfisvandamál, mjaðmagrindarverkir, grindarbotnsþjálfun, taugasjúkdómar, nálastungur.

Félagsstörf

 • 1995-1997
  Fagnefnd Félags íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ).
 • 1982-1984
  Endurmenntunarnefnd FÍSÞ.