← Aftur í stundaskrá

Mömmuform

Leiðbeinendur:

Mömmuform eru 4 vikna líkamsræktarnámskeið fyrir nýbakaðar mæður sem vilja stunda áhrifaríka og örugga þjálfun eftir barnsburð.

Fjölbreytt námskeið þar sem lögð verður áhersla verður á að byggja líkamann vel upp eftir meðgöngu. Stöðugleikaæfingum, styrktaræfingum og þolæfingum verður blandað saman á markvissan hátt. Æfingar verða gerðar með eigin líkamsþyngd, lóðum, teygjum og fleiri áhöldum auk þess sem börnin taka einnig þátt í þjálfuninni.

Við bjóðum uppá grunnnámskeið og framhaldsnámskeið.

Þetta námskeið er kjörið fyrir þær sem eru að byrja að hreyfa sig eftir barnsburð. Áhersla er á grindarbotns- og stöðugleikaæfingar ásamt góðri líkamsbeitingu. Mikilli fræðslu er fléttað inn í tímana.
Kennari: Matja Steen

Aukatími fyrir báða hópa er á föstudögum kl. 13.30-14.25.
Mikil áhersla verður lögð á þjálfun kvið- og bakvöðva.
Kennarar: Matja og Valgerður

Allar mæður með börn á aldrinum 6 vikna til eins árs eru velkomnar og að sjálfsögðu eru börnin velkomin með í tímana hvort sem þau sofa eða vaka á meðan tímanum stendur. Leikteppi og leikföng eru til staðar í salnum.
Heimaæfingaprógrömm og fræðslupóstar eru innifalin í námskeiðinu.

Þjálfarar námskeiðanna eru Matja Steen, Valgerður Tryggvadóttir og Herdís Guðrún Kjartansdóttir sjúkraþjálfarar. Þær hafa allar mikla reynslu í hóptímakennslu og að vinna með konum á meðgöngu og eftir meðgöngu.

Herdís Guðrún Kjartansdóttir

SJÚKRAÞJÁLFARI BSC

Matja Dise M. Steen

SJÚKRAÞJÁLFARI BSC

Valgerður Tryggvadóttir

SJÚKRAÞJÁLFARI BSC
6 vikur, 2x viku:

20.400 kr.

Tímar(2)

 • þriðjudagur

  10:30 - 11:25

  Leiðbeinandi: Matja
  Salur A

 • fimmtudagur

  10:30 - 11:25

  Leiðbeinandi: Matja
  Salur A