Sjúkraþjálfun Styrkur ehf.

Fyrirtækið Sjúkraþjálfun Styrkur ehf. var stofnað á haustmánuðum 1998, en stofan opnaði formlega 1. mars 1999. Í upphafi voru eigendur sex, en eru sjö í dag. Í Sjúkraþjálfun Styrk eru nú starfandi  22 sjúkraþjálfarar og fjórir móttökuritarar.

Núverandi eigendur eru Auður Ólafsdóttir, Ásta Valgerður Guðmundsdóttir, Erna Kristjánsdóttir, Guðrún Káradóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Sigrún Baldursdóttir og Sigþrúður Jónsdóttir. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Auður Ólafsdóttir.

Sjúkraþjálfun Styrkur hóf starfsemi sína í Stangarhyl 7, 110 Reykjavík. Fyrirtækið var upphaflega í 300 fermetra húsnæði en aðstaðan var fljótlega stækkuð í tæplega 400 fermetra. Starfsemin var staðsett í sama húsnæði í ellefu ár en þann 1.mars árið 2010 flutti fyrirtækið aðstöðu sína að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Við flutninginn þrefaldaði fyrirtækið stærð húsnæðisins en í dag er  stærð þess um 1350 fermetrar.

Starfsfólk→