Hópþjálfun

Hjarta- og lungnahópar

Viðhaldsþjálfun hjarta- og lungnasjúklinga er hópþjálfun fyrir einstaklinga með hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma eða aðra þá sem eru með áhættuþætti tengda þessum sjúkdómum. Tilgangurinn er að bæta líkamlegt og andlegt þrek, auka starfsorku, hægja á þróun sjúkdómsins og fækka endurteknum áföllum og/eða innlögnum. Einstaklingsbundin þjálfunaráætlun er byggð upp þar sem skýr mörk eru sett um álags- og púlsmörk. Jafnframt er einstaklingnum kennt að meta eigin getu og þannig gerður ábyrgur í þjálfuninni.

Tímar:
Hópur 1: mánudagar og fimmtudagar kl. 9:30 – 10:30.
Hópur 2: mánudagar og fimmtudagar kl. 11:30 – 12:30.
Hópur 3: þriðjudagar og föstudagar kl 11:30 – 12:30.
Hópur 4: mánudagar og miðvikudagar kl 10.30 – 11.30.

Leiðbeinendur: Birna María Karlsdóttir og Ragnar Freyr Gústafsson, sjúkraþjálfarar.

Vefjagigtarleikfimi

Leikfimin hentar einnig fólki með aðra gigtarsjúkdóma. Æfingarnar byggjast á styrkjandi og liðkandi æfingum, teygjum, úthaldsaukandi æfingum og slökun.

Tímar:
Hópur 1: þriðjudagar og föstudagar kl. 12:15 – 13:15.
Hópur 2: mánudagar og fimmtudagar kl. 13:30 – 14:30.

Leiðbeinendur: Sigrún Baldursdóttir og Ágústa Ýr Sigurðardóttir, sjúkraþjálfarar.

Færni- og jafnvægishópar

Færni- og jafnvægisþjálfun fyrir aldraða sem glíma við byrjandi færnisskerðingu og jafnvægisleysi.
Panta þarf fyrsta tíma hjá Hólmfríði og hún raðar í hóp eftir getu einstaklingsins

Tímar:
Hópur 1: þriðjudagar og fimmtudagar kl.13:00 – 14:00.
Hópur 2: þriðjudagar og fimmtudagar kl.14:00 – 15:00.
Hópur 3: þriðjudagar og fimmtudagar kl.15.00 – 16.00.
Hópur 4: þriðjudagar og fimmtudagar kl.11.00 – 12.00.
Hópur 5: þriðjudagar og fimmtudagar kl.16.30 – 17.30.

Leiðbeinendur: Hólmfríður H. Sigurðardóttir og Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfarar.


Heilsugrunnur

Markmið námskeiðisins er að bjóða upp á þjálfunarúrræði fyrir þá einstaklinga sem hingað til hafa átt erfitt með að finna sér þjálfun við hæfi vegna stoðkerfisverkja og slaks þjálfunarástands. Mikilli fræðslu er fléttað inn í æfingar, áhersla er lögð á góða leiðsögn og fólki kennt að beita sér á þann hátt að forðast að setja óþarfa álag á líkamann. Takmarkaður fjöldi er skráður í hvern tíma.

Tímar:
Mánudagar kl.16:30
Miðvikudagar kl.10:30

Fimmtudagar kl 16.30
Föstudagar kl. 10:30

Allar nánari upplýsingar um Heilsugrunn veitir Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari í Styrk og umsjónarmaður námskeiðsins. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið heilsugrunnur@styrkurehf.is

Leiðbeinendur: Erla Ólafsdóttir og María Kristín Valgeirsdóttir sjúkraþjálfarar.

MS hópar

Í boði eru hóptímar undir leiðsögn sjúkraþjálfara fyrir einstaklinga með MS. Tímarnir miða að því að efla styrk, jafnvægi, færni og andlega vellíðan. Þjálfunin fer fram í tveimur hopum eftir getu og færni einstaklinganna. Þjálfunin er þó ávallt einstaklingsmiðuð. Tímarnir þykja mikil áskorun og eru einstaklega fjölbreyttar og skemmtilegar.

Tímar:
Hópur 1: mánudagar kl.13.30 – 1.:30, miðvikudagar og föstudagar kl. 13.00 – 14.00
Hópur 2: mánudagar og fimmtudagar kl.14.30 – 15.30.

Leiðbeinendur: Belinda Cherery og Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfarar.

Parkinsons hópar

Þessir þjálfun er fyrir einstaklinga með Parkinson eða Parkinson tengda sjúkdóma. Tímarnir eru krefjandi og hafa það að markmiði að bæta styrk og úthald þátttakenda.
Ásamt styrktar- og jafnvægisþjálfun er unnið að því að bæta liðleika og draga úr stoðkerfisverkjum sem geta fylgt sjúkdómnum.

Tímar:
Þriðjudagar kl.8.30 – 9.30
Þriðjudagar og fimmtudagar kl.15.30 – 16.30.

Leiðbeinandi: Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari.

Mömmuform

Mömmuform eru líkamsræktarnámskeið fyrir nýbakaðar mæður sem vilja stunda áhrifaríka og örugga þjálfun eftir barnsburð undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Við bjóðum allar konur með börn á aldrinum 6 vikna til 1 árs velkomnar og börnin eru að sjálfsögðu velkomin með í tímana. Hvetjum ykkur til þess að setja heilsuna í fyrsta sæti og tryggja ykkur pláss sem fyrst.

Tímar:
Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 10.30-11.25 – Grunnnámskeið
Mánudagar og miðvikudagar kl. 12.30 – 13.25 – Framhaldsnámskeið

Leiðbeinendur: Matja Dise Steen, Herdís Guðrún Kjartansdóttir sjúkraþjálfarar.


Karlaóga 

Karlajóga I – Hressandi og uppbyggjandi námskeið fyrir karlmenn. Grunnnámskeið í hatha jóga, klassískar æfingar, flæði og slökun. Æfingar sem auka liðleika, blóðflæði og styrk. Áhersla á streitulosandi æfingar og slökun í lok hvers tíma. Undirstöðuatriði núvitunadar og líkamsvitundar. Tillit er tekið til ástands hvers og eins.
Karlajóga II – Liðleiki og styrkur, athygli og einbeiting, öndun og slökun. Vandaðir tímar sem byggja á klassísku hatha jóga, standandi stöðum, flæði og slökun. Hentar þeim sem hafa tekið námskeið í Karlajóga I eða stundað jóga í a.m.k. eitt ár.
Tímar:
mánudagar og miðvikudagar kl. 17.45 – 18.50
þriðjudagar kl. 17.30 – 18.50
fimmtudagar kl. 20.00 – 21.15
Leiðbeinandi: Kristinn Árnason, jógakennari