Leiðrétting líkamsstöðu
Hreyfistjórnun
Mjúkpartameðferð
Liðlosun
Stöðugleikaþjálfun
Bylgjumeðferð
Rafstraumsmeðferð
Nálastungur

Hreyfistjórnun

Stór hluti verkja orsakast af truflun í hreyfistjórnun líkamans.
Góð hreyfistjórnun byggir á:

Eðlilegu stoðkerfi sem samanstendur af beinum, vöðvum, liðum, liðböndum og bandvef.

Eðlilegu taugakerfi þ.e. eðlilegri starfsemi heila, mænu og úttauga.

Aflfræði (e. biomechanical) sem felur í sér m.a. líkamsstöðu, hreyfivinnu, stöðuvinnu og vinnustellingar.

Heilbrigði hjarta, lungna og efnaskiptakerfis líkamans.

Ef truflun verður á einhverjum af þessum þáttum veldur hún rangri hreyfistjórnun og ef ástandið varir í langan tíma þá getur það leitt til langvinnra (krónískra) verkja. Meðferð byggir á að greina þá þætti sem hafa farið úrskeiðis, leiðrétta þá og leiðbeina um rétta hreyfistjórn. Sjálfsæfingar eru mjög mikilvægar til að rétt hreyfimynstur haldist og verði ómeðvitað með tímanum.