Leiðrétting líkamsstöðu
Hreyfistjórnun
Mjúkpartameðferð
Liðlosun
Stöðugleikaþjálfun
Bylgjumeðferð
Rafstraumsmeðferð
Nálastungur

Leiðrétting líkamsstöðu

Leiðrétting líkamsstöðu
Grunnur að því að leiðrétta misvægi í hreyfi- og stoðkerfi líkamans er að leiðbeina og æfa réttstöðu. Nokkuð algengt er að líkamsstaðan sé afleit þ.e. að viðkomandi haldi sér vart uppi. Djúplægir “tónískir” líkamsstöðuvöðvar sem hafa það hlutverk að halda okkur uppi eru þá hættir að vinna og allt álag lendir á liðböndum og “fasískum” hreyfivöðvum sem ekki eru gerðir til að vinna þessa stöðuvinnu. Þetta veldur vöðvaójafnvægi, þannig verða sumir vöðvar stuttir, spenntir og aumir vegna ofálags en aðrir verða slappir og ofteygðir. Einnig stuðlar röng líkamsstaða að misvægi í hreyfingum liða hryggsúlu þar sem sumir liðir stirðna meðan aðrir liðir verða ofhreyfanlegir. Liðirnir vinna þá ekki í þeirri stöðu sem veldur minnsta álagi á brjósk þeirra en sú staða kallast miðstaða. Þetta getur valdið því að slit í liðum eykst og byrjar fyrr en ella. Hér gildir því að liðka upp stirða liði, auka stöðugleika þeirra ofhreyfanlegu, styrkja slappa vöðva, teygja spennta og auma vöðva og skapa þeim eðlileg vinnuskilyrði.