Leiðrétting líkamsstöðu
Hreyfistjórnun
Mjúkpartameðferð
Liðlosun
Stöðugleikaþjálfun
Bylgjumeðferð
Rafstraumsmeðferð
Nálastungur

Liðlosun

Liðlosun (e. manipulation/manual therapy) felst í að liðka upp stirða eða læsta liði með sértækum aðferðum. Ákveðnir liðir hryggsúlu vilja gjarnan stirðna , einkum efstu liðir háls, brjóstbaksliðir, liðir á mótum háls og brjóstbaks og liðir á mótum brjóst- og mjóbaks. Sértæk liðlosun er til þess ætluð að bæta hreyfingar og starfræna færni liða, einnig getur hún létt á þrýstingi á taugar og æðar.

 

Margir sjúkraþjálfarar eru með sérfræðigráðu í meðferð liða og stoðkerfis (Manual Therapy), m.a. nokkrir í Sjúkraþjálfun Styrks.