Leiðrétting líkamsstöðu
Hreyfistjórnun
Mjúkpartameðferð
Liðlosun
Stöðugleikaþjálfun
Bylgjumeðferð
Rafstraumsmeðferð
Nálastungur

Mjúkpartameðferð

Nudd er líklega jafngamalt mannkyninu og hefur verið stundað um allan heim og í öllum menningarsamfélögum. Nudd snýst um að meðhöndla mjúkvefi líkamans á áhrifaríkan hátt. Það slakar á vöðvum, örvar blóðflæði til mjúkvefjanna og hreinsar því út úrgangsefni og nærir vefina með súrefnisríku blóði.

Flestir sjúkraþjálfarar nota nudd sem hluta af meðferð. Hefðbundið nudd, hreyfinudd, nudd með vibrator, bandvefslosun (e. myofascial release/connective tissue manipulation) eru dæmi um mjúkvefjameðferðir sjúkraþjálfara.
Markmiðið með nuddi er að mýkja upp og losa um vefina, minnka vöðvaspennu, auka blóðflæði til svæðisins og fylla taugabrautir af jákvæðum boðum, boðum um vellíðan en draga úr sársaukaboðum sem fyrir eru. Með nuddi er einnig hægt að losa um samgróninga í vöðvum, festum þeirra (sinum) og bandvef.