Leiðrétting líkamsstöðu
Hreyfistjórnun
Mjúkpartameðferð
Liðlosun
Stöðugleikaþjálfun
Bylgjumeðferð
Rafstraumsmeðferð
Nálastungur

Rafstraumsmeðferð

Rafstraumsmeðferð er algeng verkjameðferð, henni er einnig beitt til að örva blóðflæði, draga úr bólgum, minnka spennu í vöðvum og styrkja vöðva. Tvær gerðir rafstraumstækja eru aðallega notaðar af sjúkraþjálfurum, þ.e. blandstraumstæki (e. interferential) og TNS tæki (e. transcutaneus nerve stimulation). Rafstraumurinn dregur úr verkjaboðum með því að loka fyrir verkjaboð frá mænu til heila. Þannig tekst oft að rjúfa verkjavíthring og sársaukaupplifun hjá viðkomandi. Margar rannsóknir hafa sýnt að TNS meðferð getur dregið verulega úr verkjum. Kosturinn við TNS tækið er að þetta er lítið og handhægt rafstraumstæki sem hægt er að kaupa eða leigja til eigin nota.