Leiðrétting líkamsstöðu
Hreyfistjórnun
Mjúkpartameðferð
Liðlosun
Stöðugleikaþjálfun
Bylgjumeðferð
Rafstraumsmeðferð
Nálastungur

Stöðuleikaþjálfun

Stöðugleikaþjálfun er beitt til að auka styrk djúplægra vöðva hryggsúlu og bæta þannig líkamsstöðu og stöðugleika ofhreyfanlegra hreyfieininga í hryggsúlu. Stöðugleikaþjálfun er hægt að beita á alla ofhreyfanlega liði, en þá eru ákveðnir vöðvahópar þjálfaðir í að halda lið/liðum í sinni miðstöðu. Miðstaða er sú staða þar sem álag dreifist jafnt á brjóskið í liðnum og sinar og liðbönd umhverfis liðinn eru í eðlilegri stöðu. Miðstaðan kemur í veg fyrir ofálag á lið og liðumbúnað og einnig getur hún dregið úr hættu á ótímabæru sliti.