Tækjasalur

Í Sjúkraþjálfun Styrk er vel útbúinn tækjasalur sem er einnig opinn almenningi.

Í upphitunarsal eru hlaupabretti, hjól, sethjól og fjölþjálfar. Góð æfingatæki, laus lóð og trissur eru í æfingasal. Góð aðstaða er til að gera æfingar á bolta, dýnu eða bekk.

Á laugardögum er sjúkraþjálfari í tækjasalnum sem hægt er að leita til varðandi æfingar og þjálfun í sal. Einnig er hægt að panta tíma fyrir leiðbeiningar í sal á þessum tíma. Viðskiptavinir eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Tækjasalurinn er opinn mánudaga – fimmtudaga frá kl. 07:45-19:00, föstudaga frá kl. 07:45 – 17:00 og á laugardögum frá kl. 10:00 – 13:00. Lokað er á sunnudögum.

Ath. Tilkynningar um breyttan opnunartíma um hátíðir og sumartíma eru birtar á fb síðu Styrks.