Liljur
Liljurnar er þjálfunarúrræði fyrir konur sem þurfa aðhald og aðlögun í þjálfun vegna stoðkerfis-
og/eða taugaeinkenna. Markmiðið er að bæta líkamlega og andlega líðan á einstaklingsgrunni.
Æfingarnar fara bæði fram í tækjasal og í lokuðum hópsal undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Fjölbreyttar
þjálfunaraðferðir miða að því að bæta þrek, styrk, jafnvægi og liðleika.
Á mánudögum er jafnvægis- og styrktarþjálfun og á fimmtudögum er farið í jógaæfingar, teygjur og
slökun.
Kubbar
Kubbar er hópþjálfunarúrræði fyrir karlmenn sem þurfa aðhald og aðlögun í þjálfun vegna stoðkerfis-
og/eða taugaeinkenna. Þjálfunin er ávallt einstaklingsmiðuð en á sama tíma ögrandi og æfingarnar
fjölbreyttar. Tímarnir miða að því að efla styrk, jafnvægi, þrek og færni. Þjálfunin fer bæði fram í
tækjasal og í lokuðum hópsal undir leiðsögn sjúkraþjálfara.