Skip to content

Gjaldskrá – Skilmálar

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við upphaf meðferðar:

Sjúkraþjálfarar starfa utan samnings við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), en Styrkur sér um innheimtu á greiðsluþátttöku SÍ fyrir viðskiptavini sína – sjá gjaldskrá – að viðbættu komugjaldi.
Viðskiptavinum er gert að greiða komugjald við hverja komu í sjúkraþjálfun þar sem enginn samningur er í gildi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjúkraþjálfara. Upphæð komugjalds fer eftir framhaldsmenntun viðkomandi sjúkraþjálfara og er frá 1.600 til 1.647 krónur vegna einstaklingsmeðferða og 775 til 800 krónur vegna hópþjálfunar hverju sinni.

Krafist er beiðni frá lækni ef SÍ á að taka þátt í kostnaði meðferðar. Eins er undirskrift viðkomandi nauðsynleg við hverja komu til að hægt sé að innheimta greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands.

Vinsamlegast greiðið fyrir hvern meðferðartíma nema um annað sé samið við viðkomandi sjúkraþjálfara.
Ef ekki er hægt að nýta bókaðan tíma skal afboða tímann daginn áður eða fyrir kl. 9.00 sama dag ef um veikindi er að ræða. Ef tilkynning berst ekki eða of seint er innheimt forfallagjald sem er án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.

Greiðsluseðill er sendur til viðkomandi viðskiptavinar ef eftir stendur skuld að loknu meðferðartímabili.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kanna rétt sinn hvort stéttarfélög viðkomandi taki þátt í kostnaði vegna sjúkraþjálfunar.

Hafðu samband við þitt tryggingafélag til að kanna rétt þinn ef um slys er að ræða.