Þjálfun fyrir einstaklinga með slitgigt í mjöðmum og /eða hnjám.Tilgangurinn er að bæta styrk og viðhalda liðferlum og sporna gegn þróun sjúkdómsins með hentugum æfingum og hæfilegu þjálfunarálagi
Lögð er áhersla á styrktar- og liðferilsæfingar ásamt líkamsbeitingu, liðvernd og fræðslu
Grunnmeðferð við slitgigt, sú sem allir slitgigtarsjúklingar hafa gagn af og öllum á að standa til boða er þjálfun, aðstoð við að létta sig (ef þörf er á) og fræðsla. Fræðsla hefur jákvæð áhrif á verki, virkni, hreyfingu, þyngdarstjórnun og atvinnuþátttöku.Í upphafi er einn skoðunartími þar sem gerð eru nokkur próf og spurningalistum er svarað. Sett eru fram markmið þar sem áhersla er lögð á að einstaklingur setji fram raunhæf markmið um atvinnuþátttöku
Tímatafla: