Skip to content

Mömmuform

Hópþjálfunin er fyrir konur á fyrsta ári eftir barnsburð.
Markmiðið er að aðstoða konur við að byggja sig upp eftir fæðingu og að veita þeim fræðslu um það helsta sem við kemur kvenlíkamanum eftir meðgöngu/fæðingu, s.s. líkamsbeitingu, grindarbotn, kviðvöðva og öndun.
Þjálfunin fer fram í sal 2x í viku þar sem lögð er áhersla á að byggja upp grunnstyrk, liðka og tengjast líkamanum aftur eftir meðgöngu. Lögð er áhersla á að hver og ein geri æfingar við hæfi.
Lokaður facebook hópur er fyrir þátttakendur á hverju námskeiði þar sem þær fá aðgang að vikulegum fræðslumyndböndum og heimaæfingum.
Fyrirspurnir og skráning er á facebook síðu Mömmuforms.

Salur A mánudagur

Salur A þriðjudagur

Salur A miðvikudagur

Salur A fimmtudagur

Salur A föstudagur