Skip to content

Tækjasalshópar

Tækjasalur með stuðningi þjálfara

Nokkrir litlir hópar eru í þjálfun í tækjasal þar sem sjúkraþjálfari leiðbeinir og fylgir æfingaáætlun eftir.

Tækjasalur með stuðningi sjúkraþjálfara 1
Þessi hópur er bæði fyrir fólk í endurhæfingu hjá Virk og aðra í enduhæfingarferli. Sjúkraþjálfari leiðbeinir og uppfærir æfingar einu sinni í viku á þriðjudögum kl 11.30 – 12.30 en annars er fólk að þjálfa á eigin vegum og kaupir kort í tækjasal.
Skipulag er á uppbyggingu kennslunnar fyrstu 3-4 tímana fyrir hvern og einn
Stignun og eftirfylgd með æfingaáætlun sem er yfirleitt í 6 eða 12 vikur eftir því hvort hentar

Tækjasalur með stuðningi sjúkraþjálfara 2
Þessi hópur er fyrir einstaklinga sem hafa verið í sjúkraþjálfun og þurfa eftirfylgd með æfingaprógrammi sínu en passa ekki inn í skipulagða hópa. Einstaklingsmiðuð þjálfun fer fram í tækjasal og hver og einn fær stignun og eftirfylgd á sína æfingaáætlun. Tímarnir eru tvisvar sinnum í viku á mánudögum og fimmtudögum frá kl 10.30 – 11.30

Tækjasalur með stuðningi sjúkraþjálfara 3 – Hádegishópurinn
Þessi hópur er fyrir karla með einkenni frá taugakerfi sem þurfa langvarandi eftirfylgd frá sjúkraþjálfara á æfingaáætlun í tækjasal. Sjúkraþjálfari fylgir körlunum eftir einu sinni í viku á mánudögum frá kl 12.30 – 13.30, uppfærir æfingaáætlanir og breytir þeim eftir getu og færi einstaklingsins.