Sjúkraþjálfun Styrkur ehf hóf starfsemi 1.mars 1999. Í upphafi var fyrirtækið staðsett í
Stangarhyl 7 í Reykjavík en þann 1.mars 2010 flutti starfsemin í 1350 fm húsnæði á
Höfðabakka 9 , 110 Reykjavík.
Eigendur / hluthafar hafa lengst af verið sjö. Þeir eru: Auður Ólafsdóttir, Ásta Valgerður
Guðmundsdóttir, Erna Kristjánsdóttir, Guðrún Káradóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Sigrún
Baldursdóttir og Sigþrúður Jónsdóttir.
Þann 10. maí 2022 bættust sex eigendur við. Þeir eru: Arnar Már Ármannsson, Ágústa ýr
Sigurðardóttir, Belinda Chenery, Matja Steen, Ragnar Freyr Gústafsson og Sigurður Sölvi
Svavarsson.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Auður Ólafsdóttir, en hún hefur gegnt starfinu frá upphafi.
Hjá Sjúkraþjálfun Styrk starfa að jafnaði um 20 sjúkraþjálfarar með mismunandi sérsvið og
áherslur, ýmist í hlutastarfi eða fullu starfi.