Skip to content

Hópar

GrunnStyrkur

Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á þjálfunarúrræði fyrir þá einstaklinga sem hingað til hafa átt erfitt með að finna sér þjálfun við hæfi vegna stoðkerfisverkja eða eru að hefja hreyfingu á ný eftir langt hlé.

Hjarta- og lungnahópar

Þjálfun er fjölkerfa og mikil áhersla lögð á fjölbreytni í æfingum. Æft er undir handleiðslu sjúkraþjálfara í hóptímum ásamt þjálfun i tækjasal. Jafnframt er einstaklingnum kennt að meta eigin getu og þannig
gerður ábyrgur í þjálfuninni.

HugarStyrkur

Hugarró og slökun á vöðvum líkamans draga úr kvíða og spennu og þannig er hægt að hafa bein áhrif á líðan og heilsu.

JafnvægisStyrkur

Jafnvægis og færnisþjálfun þarf alltaf að vera fjölkerfaþjálfun þar sem öll kerfin þurfa að virka til að viðkomandi geti haldið jafnvægi  og færni.  Jafn mikil  áhersla er lögð á að þjálfa hreyfi- og skynkerfin.

Liljur og Kubbar

Liljur og Kubbar eru kynjaskipt þjálfunarúrræði sem þurfa aðhald og aðlögun í þjálfun vegna stoðkerfis-og/eða taugaeinkenna.

LiðStyrkur

Þjálfun fyrir einstaklinga með slitgigt í mjöðmum og /eða hnjámTilgangurinn er að bæta styrk og viðhalda liðferlum og sporna gegn þróun sjúkdómsins með hentugum æfingum og hæfilegu þjálfunarálagi

Lögð er áhersla á styrktar- og liðferilsæfingar ásamt líkamsbeitingu, liðvernd og fræðslu

MS hópar

Þjálfunin byggir á styrktar- og jafnvægisþjálfun og einnig er unnið að því að bæta liðleika og draga úr stoðkerfisverkjum sem geta fylgt sjúkdómnum.

Parkinson hópar

Þjálfunin byggir á styrktar- og jafnvægisþjálfun og einnig er unnið að því að bæta liðleika og draga úr stoðkerfisverkjum sem geta fylgt sjúkdómnum.

Raja Yoga

Mjúkir og styrkjandi morguntímar fyrir alla þá sem vilja styrkja undirstöður sínar í jóga, fyrir karlmenn jafnt sem konur.

Tækjasalshópar

Úrræði í tækjasal fyrir einstaklinga sem þurfa þjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara.

UngmennaStyrkur

Hópþjálfun með sjúkraþjálfara fyrir trans ungmenni.